aad2f9ee-8ee2-407e-b821-31f0cd82ed5b

Stórhólmi

Okkur þykir gaman að segja frá því að nú höfum við fundið okkar nýja samastað, Stórhólma í Flóahreppi. Hér stefnum við á að byggja okkur íbúðarhús og vonandi hesthús líka, halda áfram að stunda hrossarækt (en í aðeins smærri stíl) og vonandi lifa góðu lífi! Hér sést til sólar allan ársins hring og víðátta mikil með útsýn til allra átta. Nálægðin við Selfoss er líka mikill kostur. Flest hrossin okkar eru þegar komin í Stórhólma en við munum áfram búa í húsinu hér í Klængsseli, sem er við hliðin á Stórhólma, þangað til húsið okkar verður tilbúið.